laugardagur, mars 22, 2003

Heil og sæl.
Laugardagskvöld og FULLT búið að gerast.
Á föstudagskvöldið fóru Mamma og Pabbi á söngleik sem versló setti upp Made in USA. Bekkjasystir Mömmu kom, hún Arna og passaði okkur á meðan, það var meiriháttar gaman. Guðni missti reyndar af öllu stuðinu, því að hann fór að sofa um 19:30 en Einar og Arna borðuðu snakk og drukku kók.. Svo varð Einsi svolítið þreyttur rétt eftir 8 og bað sjálfur um að fara að sofa. Duglegur strákur :-) Mamma og Pabbi skemmtu sér ótrúlega vel og þau voru rosalega hissa á hvað verslókrakkarnir eru hæfileikamikilir, geta dansað sungið og bara allt. Mamma kom heim um 11 til þess að Arna kæmist heim á skikkanlegum tíma en Pabbi fór á djammið....... og var smá slappur daginn eftir.
Á laugardaginn fóru Mamma og Einar í íþróttaskólann og það var mjög gaman. Einar er orðin svo duglegur, hlýðir öllu sem þjálfarinn segir, eða svona næstu því öllu.;-) Þegar Guðni var búin að sofa hádegislúrinn sinn, bakaði Mamma pönnukökur og við fórum út að ganga. Við gengum að leikskólanum Ásborg sem Mamma er að fara að vinna á í sumar. Það er stór og flottur leikskóli sem er við Langholtsveginn. Það vildi ekki betur til en það að þegar við vorum að ganga heim kom HAGLÉL. Við strákarnir urðum nú ekkert rosalega ánægðir með það, en við vorum svo heppin að við vorum nálægt Hrund og Kristjáni, þannig að við gátum bankað þar uppá. Hrund var í sundi með stelpurnar, en Kristján var sem betur fer heima. Hann var náttl á vakt eins og venjulega, þessir skurðlæknar eru alltaf að vinna.!!!!!!!!!!!! Hrund og stelpurnar komu þó fljótt og þegar við vorum að fara langaði Einari svo að fá vídeóspóluna um Gosa lánaða. Mamma fór og spurði stelpurnar hvort að Einar mætti fá Gosa lánaðann og þær urðu svolítið skrítnar á svipinn, en þá kom í ljós að þær héldu að Mamma væri að tala um köttinn þeirra en hann heitir líka Gosi...........fullorðna fólkið hló alveg rosalega mikið. En við skildum nú ekki alveg afhverju, en svona er þetta maður getur ekki skilið allt sem fullorðna fólkið er að spá í. Við komum heim um 6 leytið, það var eldað og verið í rólegheitum og núna erum við ný sofnaðir. Bæjó í bili. Og endilega kvitta í Sout outið !!!

Engin ummæli: