mánudagur, mars 03, 2003

Góðan daginn!
Jæja núna er nú meiri hressleikinn í gangi! Helginn var mjög viðburðarrík og skemmtilleg eins og venjulega ;Þ Á laugardaginn fórum við í afmæli til Kristófers frænda, hann varð 6 ára, vá enginn smá aldur það! Guðni var nú reyndar einum of duglegur og labbaði aðeins of mikið út um allt þannig að mamma varð að fara með hann heim, en Einar fór til ömmu og afa og var þar um nóttina í gistingu. Það var heilmikið fjör, borðaðar pulsur og horft á sjónvarpið. Það þurfti líka aðeins að hrekkja kisu, bara smá! Mamma og Pabbi fóru hinsvegar með Guðna í mat til Hemma og Rannýar, þar er lítil prinsessa hún Tanja og ein stærri prinsessa Telma. Guðni og Tanja er næstum því jafn gömul, bara 2 mánuðir á milli þeirra, en þau hafa ekki ennþá neinn áhuga hvort á öðru. Á sunnudaginn fóru Mamma og Pabbi eldsnemma að sækja Einar, þau söknuðu hans svo !!! Hann saknaði þeirra reyndar ekkert, en varð nú samt pínu glaður að sjá þau. Mamma og hann fóru í húsdýragarðinn, svo komu gestir í bollukaffi, pabbi fór og þvoði bílinn og kom heim með pizzu. Allir ánægðir með það, en mest voru samt mamma og pabbi ánægð þegar við fórum að sofa kl 8 á sunnudagskvölið. Mjög ljúft!!! Spæjó!

Engin ummæli: