fimmtudagur, mars 06, 2003

jæja þá! Dagurinn í dag var bara svona venjulegur fimmtudagur með öllu saman. En hey gott mál. Mamma fór snemma ( um 3 leytið af stað að sækja okkur ) hún fór gangandi að sækja Guðna og þaðan yfir á Garðaborg að sækja Einar. Það var nebbl svo fínt veður! Við gengum heim og vorum í svakastuði á róló. Þar vorum við í svolitla stund og löbbuðum áfram. Við vorum komin heim rúmlega 4 og það var alveg fínt, Mamma og Einar voru alveg uppgefin en Guðni var nú alls ekki á því að koma inn, nei litla frekjudósin hélt nú ekki. En hann var dregin inn með látum. Svo komum við okkur öll fyrir í sófanum, fengum okkur að drekka og horfðum á Lukku Láka. Ægilega fínt. Ðabbi kom stuttu seinna úr vinnunni. Það var lasang í kvöldmat og ís í eftirmat. Allir borðuðu með góðri lyst. Um 1/2 átta fóru litlir karlar þreyttir að sofa! Pabbi í sund og Mamma að læra. Gaman gaman

Engin ummæli: