mánudagur, mars 03, 2003
Halló halló, núna er allt komið í ró ! En það er nú ekki búið að ganga átaklaust, mamma og pabbi voru svo hrikalega þreytt þegar við komum heim úr skólanum. Þau voru eitthvað að kvarta yfir því að þau hafi eitthvað sofið lítið að undanförnu út af okkur! ! ! Við skiljum nú ekkert í þessu.! ! ! En eftir að gamla settið var búið að hella sér upp á sterkt kaffi þá voru þau nú aðeins hressari. Við strákarnir fengum soðning með kartöflum í kvöldmat á meðan foreldrarnir gúffuðu í sig indverskum kjúkklingarétti. En hvar er réttur okkar ? Hvað um það, eftir mat fórum við í bað, það var fínt. Svo fór mamma upp með Guðna, en hann var nú ekki par ánægður með það og gubbaði yfir hana, oj oj. En eftir rúmfataskipti var okkur hennt upp í rúm og núna erum við sofnaðir ? nótt nótt ;-)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli