miðvikudagur, júní 04, 2003

Frekar fyndið.
Danmerkurferðin er að verða áþreifanlegri í hugum foreldranna og Mamma sat með Einar í gær og var að sýna honum heimasíður ýmissa dýragarða sem við erum að fara að heimsækja í sumar. Honum fannst þó aðallega til blettatígranna koma og nennti helst ekki að skoða hitt. Svo vaknaði hann í morgun kl 6 og læddist inn. Þegar hann sá að foreldrarnir voru sofandi fór hann niður, en kom svo upp eftir smá stund með skóna sína. Hann vildi fá hjálp til þess að fara í þá því hann þurfti að drífa sig til útlanda. hehe. Sennilega sér hann þetta fyrir sér eins og skreppitúr í húsdýragarðinn.

Engin ummæli: