mánudagur, júní 16, 2003

Afi í sjónvarpinu !
Afi var í sjónvarpinu um daginn að tjá sig eitthvað um fótbolta. Mömmu fannst það voðalega merkilegt, en spenntari var hún samt að sjá viðbrögð Einars Kári við að sjá afa í sjónvarpinu. Honum fannst nú lítið til þess koma að karlinn skyldi vera í kassanum. Mamma var pínu spæld og var síðan seinna að segja ömmu frá þessu áhugaleysi. Amma spurði þá "hvað sagði Guðni" Mamma var svolítið skömmustuleg þegar hún viðurkenndi það að hún hafði ekki haft rænu á að sýna honum að afi var í sjónvarpinu. Aumingja Guðni, alltaf komið fram við hann eins og hann sé algjört grænmeti. Humm það breytist kannski þegar hann fer að tala. Ætli það gerist ekki um svipað leyti og hann fær hár!

Engin ummæli: