Fundið hjól og veikindi.
Einsi karlinn er veikur núna, greyið karlinn. Nóttin var algjört rugl. Mamma var heima og svaf með honum megnið af deginum. Mamma missti þannig af grillveislu Ásborgar en það er nú bara þannig........ Hann er svo lasinn, spurning um að láta lækninn kíkja á hálskirtlana. Humm.
Hjólið er komið heim........ sem er hið besta mál. En á laugardagskvöldið var Einar að hjóla úti og Pabbi gleymdi að taka hjólið inn. Á sunnudagsmorguninn var það horfið..... ;-( ógesslega leiðinlegt. En Mamma hafði merkt það í bak og fyrir þannig að......... svo hringdi kona í kvöld og sagðist hafa fundið það og bauðst til þess að koma með það heim til okkar. Við Tunguvexfjölskyldan erum svo glöð með að það er fólk sem er góðhjartað og skilar því sem að finnur. Gott ef allir væru svona góðir.
föstudagur, júní 20, 2003
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli