föstudagur, júní 20, 2003

Hæ hó jibbý jei........
17 júní var ótrúlegur dagur, það ringdi allt allt of mikið. Þetta var nett fyndið við fórum náttl í skrúðgönguna sem var í boði Ogvodafone og það var hrikalega troðið. Við heyrðum ekkert í lúðrasveitinni, en það var nú svosem allt í lagi. Þegar niður í bæ var komið þá sáum við nokkur skemmtiatriði og Guðni dillaði sér og dansaði. Mjög gaman. Svo gengum við í áttina að hljómskálagarðinum og það var hoppukastali og ýmislegt fleirra sem hæfir 8 ára börnum. Guðni var ekki alveg að tengja og BRJÁLAÐIST þegar hann fékk ekki að fara með svona tuttugu 8ára börnum í hoppukastala. Svona getur lífið verið ósanngjarnt. Litli skaphundurinn okkar varð svo ótrúlega reiður að við foreldrarnir sáum okkur þann kostin vænstan að yfirgefa svæðið. Við rölltum til Jóns og Eydísar upp á Klapparstíg, því að frúin átti ammæli. Eydís er orðin blómleg, Einari fannst hún nú samt ekkert feitari en Mamma sín. Vonandi heldur hann ekki að Mamma hans sé með tvíbura í maganum eins og Eydís. Það er nebbl ekki þannig......hehe. Eftir vöflur og annað góðgæti héldum við til ömmu og afa í Barmó þar sem var mikil matarveisla með fullt af fólki. Það finnst okkur stubbunum skemmtilegt.

Engin ummæli: