laugardagur, apríl 05, 2003

Tölvubilanir og önnur mál!
Svona er þetta maður ræður ekki við allt. Þessi vika er búin að vera svolítið skrítin en það er bara þannig. Mamma er búin í prófum........sem betur fer, þá hættir hún kannski að vera svona pirr. En tölvan okkar er búin að vera biluð, c drifið hrundi og allt fór í klessu. Ekki gaman, en við erum svo heppinn að Gunnlaugur sem er maður ömmusystur okkar er ægilegur tölvumaður. Þannig að hann reddaði þessu.
En af okkur bræðrunum er það að frétta að allir er hraustir og hressir fyrir utan smá hor... en hvað er það milli vina. Á fimmtudaginn var Júlía Kristín frænka okkar 3ja ára. Það var ammæli hjá ömmu og afa, rosalega gaman. Okkur þykir alltaf svo gaman að hitta frænkur okkar og gamla settið í Barmahlíðinni.
Vonandi verður helgin skemmtileg, Mamma skrifar nú vonandi og segir frá því seinna.
Bæjó

Engin ummæli: