Enn og aftur HELGIN !
Helgin var fín, á laugardaginn fórum við í Húsó og það var ótrúlega gaman, Einar stal senunni svo um munaði. Hann er orðin svo stór, enda næstum því 3ja ára töffari. Við sátum saman á bekk og vorum að borða kleinur og drekka djús. Einar vildi ekki sitja kjurr og var sífellt á iði. Mamma var eitthvað að æsa sig við hann, þá snéri hann sér við og sagði ;" Mamma slappaðu af " Foreldrarnir hnigu niður af hlátri, því að þetta er e-ð sem Mamma segir frekar OFT við Einar. Hehe. En það var yndislegt veðrið í Húsó og við fórum í lestina og það var ótrúlega gaman. Eftir það fórum við öll í Elkó þar sem það var keypt sjónvarp+videó sem á að vera upp í svenherbergi Mömmu og Pabba. Þá geta þau kannski platað strákana til þess að kúra aðeins lengur um helgar. Algjör nauðsyn fyrir pákana.
Um kvöldið kom Súsanna Þýski eðlisfræðingurinn sem er að rannsaka með Pabba. Kærastinn hennar er í heimsókn og þau komu í týpískann íslenskann mat. Flatkökur með hangikjöti+ harðfiskur í forrétt. Grillaður Lax í aðalrétt og skyr með rjóma í eftirrétt. Mjög týpiskt íslenskt.
Á sunnudaginn tókum við það rólega, fórum í ÍKEA að kaupa sjónvarpsstand og svo reddaði Pabbi sjónvarpinu, hann er svo mikill snilli. Einari tókst reyndar að detta á ofnin og fá blóðnasir, en svona er þetta. Pabbi og Einar fóru í fermingarveislu, en Mamma og Guðni voru bara heima að læra. Fín helgi ;-)
mánudagur, apríl 14, 2003
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli