Sumardagurinn Fyrsti
Við fjölskyldan erum nú samt ekki með á hreinu hvort það er rétt nefni á þessum degi þar sem það er skítkalt, en engu að síður svona er þetta víst bara!!! Við fengum nú reyndar skýringu á þessu, en þetta er afþví að í eldgamla daga þá byrjuðu sumarmánuðurnir á þessum tíma........... þannig að. En við erum nú samt búnir að hafa það ótrúleg gott, það er alltaf annað hvort föstudagur eða frí. Mjög fínt.
En í dag skiluðum við jeppanum hans Afa, hann er búin að vera í Prag, uhu. En það var rosalega gaman að hafa jeppa í láni, allavegana vorum Mamma og Pabbi hrikalega ánægð með það. tí hí. Pabbi fór út á völl að sækja afa og Kötu og Guðni fór með honum. Á meðan fóru Mamma og Einar í strætó niður í bæ. Það var mjög gaman, við komum við hjá Jónínu frænku og hún og mamma hennar komu með okkur niður í bæ. Gaman gaman. Svo komu Pabbi og Guðni og hittu okkur niðri í kostningamiðstöð Samfylkingarinnar þar fengum við blöðrur og bolta. Frábært framtak, vonandi gengur okkar fólki bara sem best í kostningunum. Þegar við vorum búin þar fórum við á ráðhúskaffi, settumst niður og fengum okkur kaffi og kleinur, fínt fínt. Magga ömmusystir var síðan svo góð að bjóða okkur í hagikjöt og uppstúf, namm namm, en það er eitt af því fáa sem Einar borðar endalaust af. Frænka á líka pínulitla kisu, oggulitla 8 vikna gamla. Guðni var rosalega hrifinn af henni, klappaði henni og kreisti. Þau voru fín saman, kisa og Guðni. Hann fær nebbl svo lítið að vera með stóru krökkunum, en honum er líka alveg sama!!!
Mamma okkar er búin að setja upp gestabók og verið nú dugleg að kvitta í hana !!!!!!!!!!! Takk takk
fimmtudagur, apríl 24, 2003
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli