þriðjudagur, apríl 15, 2003

Læknisheimsókn og sund.
Þetta er nú ekki allt alveg nógu gott, Guðni er búinn að vera svo pirr, Binna hringdi meira að segja í gær og þá var hann bara grátandi. :-( Kannski langaði hann bara heim ? Veit ekki, en allavegana þá er sko neon grænt hor sem kemur úr nebbanum á honum, ekki nógu gott. En Mamma fór með hann til Björgvins í dag og hann kíkti í eyrun og sagði að það væri allt stút fullt af bjakki, hann tók strok úr nebbanum og sendi í ræktun og við fáum að vita á morgun hvort hann þarf að fara á penicillin. Uhu.
Einar og Pabbi fóru hins vegar í sund og Einar sagði kotroskinn við alla í búningsklefanum " komdu blessssssssaður" en dóna íslendingar svara ekki litlum krúttlegum krakka..... en í sundi var rosalega gaman og Einar hoppar út í laugina eins og hann sé 13 ára en ekki 2ja að verða 3ja !!!!! humm.
Þegar þeir komu heim borðuðum við, strákarnir fengu soðna ýsu og stappaðar kartöflur, með FULLT af tómatsósu. Umm, algjört æði. En foreldrarnir hafa ekki alveg sama þróaða matarsmekkinn þannig að.... þau fengu sér afganga síðan í gær. Namm namm.
Núna er Pabbi farinn upp í Háskóla, strákarnir farnir að sofa og Mamma að fara upp í rúm að glápa á imbann. Vei vei.
Meira seinna!

Engin ummæli: