Páskadagur og Annar!
Páskadagur er einn af flottari dögum ársins í lífi svona lítilla drengja sem ELSKA súkkulaði. Við foreldrarnir náðum þó að plata hafragraut ofaní þá áður en páskaeggjaátið mikla hófst. Strákarnir fengu egg númer 2 frá Nóa Siríus og þeir voru mjög ánægðir með það. Svo leið dagurinn bara aðallega þannig að það var verið að fá þá til þess að hlaupa sykurinn úr sér. Pabbi fór upp í Háskóla en Mamma fór með strákana á róló, við gátum platað langömmu með okkur. Það var rosalega gaman. Svo fórum við í langan bíltúr að sýna ömmu allt nýtt sem búið er að gera. Grafarholtið var grandlega skoðað til dæmis. Um kvöldið komu S&S í mat, við buðum þeim upp hangikjet með grænum Ora og kartöflum í uppstúf. Þau voru kurteis og sögðu mjög oft Umm þetta er gott. Við vitum nú ekki alveg hversu gott þeim fannst þetta en........... Þau komu með fínar gjafir handa okkur, gaman gaman.
Á Annan í Páskum fórum við í sund og svo kom Helena frænka okkar í heimsókn með mömmu sinni og pabba. Það var æðislega gaman ! Einar og Helena eru orðin svo dugleg að leika sér saman. Á morgun er svo leikskóli með öllu tilheyrandi. En frí á fimmtudaginn, gaman gaman.
þriðjudagur, apríl 22, 2003
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli