laugardagur, apríl 19, 2003

Gullfoss, Geysir, Þingvellir og Múli.
Núna er gaman að lifa fyrir litla stráka. Það er búið að vera MEGA fjör.
Á fimmtudaginn fóru Pabbi og Einar að keyra Afa og Kötu út á flugvöll af því að þau voru að fara til Prag. Svo skemmtilega vill til að þá fengum við Tunguvexfjölskyldan jeppann hans afa lánaðann. Við lánuðum síðan Súsanne og Sebastían bílinn okkar. Svo fórum við öll saman á Gullfoss og Geysi, það var æðislega gaman sól og blíða. Nammi namm, eins og best verður á kosið. Við komum svo heim, strákarnir í bað, borða og beint í rúmið. En Mamma og Pabbi borðuðu með SogS, það var mikið gaman, mikið stuð.
Á Föstudaginn langa fórum við svo á Þingvelli í sumarbústað, borðuðum hádegismat og fórum svo í langan göngutúr um Þingvelli. Frábært!
Á Laugardeginum fórum við að Múla til þeirra heiðurhjóna Jóns og Eydísar. Þau eru að rífa niður svínahúsið og það er sko nóg að gera hjá þeim eins og venjulega. Það var ekkert verið að skilja okkur strákana eftir frekar en fyrri daginn og við fengum meira að segja að keyra alvöru traktor og allt. Einar stýrði meira að segja í alvörunni. Það var nú alveg milljón það var svo skemmtilegt. Við hlökkum til að fara til þeirra aftur, vonandi kíkjum við á þá áður en að tvíburarnir þeirra koma í heiminn, en það er ekki fyrr en í september þannig að við getum nú alveg verið rólegir.
Á morgun er svo Páskaegg og stuð. Segjum frá því seinna. Bæjó!
Engin ummæli: