Helgin og önnur mál
Helgin var frekar skrítin, Mamma var nebbl lasin, aumingja Mamma eins og Einar segir. En aðallega var hún þó þreytt eftir prófalestur og leiðindi. VIð fórum nú samt í mat til Jónínu vinkonu okkar á laugardaginn, og í fermingu á sunnudaginn.
Annars er það helst í fréttum af okkur tunguvexfjölsyldunni að;
Guðni er mjög ánægður hjá Binnu sín, þar er hann í góðu yfirlæti og hefur það fínt, sem prinsinn af Háagerði. Hann er ROSALEGA duglegur að sofa í rúminu sínu inni hjá sér, vaknar ekkert alla nóttina. En hann er ekkert duglegur að borða..... það er allt önnur ELla.
Einar er í seilgólanum Garðaborg og þar er hann hæðst ánægður. Hann er hrifnastur af útiverunni og hann vill helst vera úti ALLANN daginn með Þórunni bestu vinkonu sinni. Hann er hins vegar ekki alveg eins duglegur að lúlla í sínu rúmi og hann skríður alltaf upp í til Mömmu og Pabba á nóttunni. Pabbi þykist nú ætla að gera e-ð í þessu, en við sjáum til með það. Hann er heldur ekkert rosalega duglegur að borða en grjónagrautur kemur alltaf sterkur inn, ef það á að lokka e-ð ofan í hann.
Mamma er búin í prófum og er núna nemi á leikskólanum Austurborg, hún verður þar í sex vikur. Henni líst bara svona ágætlega á þetta allt saman. Sjáum bara til.
Pabbi er alltaf að kenna í FG og skrifa doktorsritgerðina sína. Hann endi hendist upp í Háskóla oft á dag þar sem hann er að klára mælingu fyrir einhverja vísindagrein, sem verður vonandi síðasta greinin fyrir ritgerðina. Þá fer þessu vonandi að ljúka.............jey.
En meira seinna.
þriðjudagur, apríl 08, 2003
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli