laugardagur, desember 23, 2006


Þorláksmessa alveg að verða búin. Púha hvað það er búið að vera mikið að gera. Við hjónin vorum búin að sjá fyrir okkur að við værum að dúlla okkur í allan dag við að þrífa höllina. Svona með annarri á meðan hlustað væri á góða jólatónlist og sötrað glögg. Niii það var ekki alveg málið, það er búin að vera full keyrsla síðan kl 7 í morgun. BRJÁLAÐ að gera. Samt vorum við "búin" að öllu. Skrítið ! En jólin koma 24 des sama hvernig stendur á. Við erum reyndar langt komin með allt, búið að skreyta tréið, búið að fara í jólabaðið, búið að skipta á rúmunum, búið að gera fromasinn og ég býst við að þetta verði bara huggulegt og afslappað á morgun. Lúvlí.

2 ummæli:

Karen Áslaug sagði...

Gleðileg jól dúllur - jólakortið er æði ! Takk takk :) myndin af strákunum svo sæt - algjör gersemi! Er pakkinn ekkert að láta sjá sig - post Danmark alveg í jólaskapi! Vonandi kemur hann í vikunni ;-) Lúv úr Laugarnesinu

Nafnlaus sagði...

Jólakveðjur til ykkar frá Álaborg, :)