miðvikudagur, desember 20, 2006


Skyrgámur kom í nótt, held ég. En ég er alveg að gefast upp á þessu jólasveinadæmi, þetta er bara rugl, strákarnir voru vaknaðir kl 5:45 til að kíkja í skóinn. Og þeir gátu ekki sofnað aftur, arg. Við vorum ss öll komin á fætur kl 6:30, aðeins of snemmt f minn smekk.

En afmælisdagurinn var góður, ég fékk fullt af pökkum og mörg meil og margar símhringingar. Takk fyrir það kæra fólk. Frá Gumma og strákunum fékk ég náttföt, inniskó, húfu, trefil og vettlinga. Lúxus. Svo var eldaður góður matur og haft huggó, aaaaaaalla helgina. Ekki slæmt.

Núna sit ég og er að leggja lokahöndina á ritgerðina mína. Það er gaman, það er gaman að klára. Á föstudaginn erum við svo öll komin í langt frí fram á 2 jan, en þá byrjar skólinn með öllu stuðinu aftur.

Gleðileg jól gott fólk.

9 ummæli:

Hafdís sagði...

Hvað var eiginlega skyrgámur að þvælast í danaveldi?

Flintebakken fjölskyldan sagði...

Það er nú það, þetta er bara rugl að vera þvælast yfir lönd og strönd til þess eins að vekja börnin f allar aldir. Fuss og svei.

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með afmælið um daginn Tóta mín.
Njótiði jólafrísins elsku fjölskylda.

Knús og kossar, Salka & Co

Flintebakken fjölskyldan sagði...

Takk f kveðjuna Salka mín :)Bið að heilsa körlunum þínum.

Karen Áslaug sagði...

Til hamingju með að vera búin með ritgerðina! Hafið það alveg æðislegt um helgina - heyrumst vonandi yfir hátíðarnar :-) jólaknús frá okkur og gleðileg jól!

Nafnlaus sagði...

Nice Blog, some interesting info and thoughts, a bit radical for me at times but thats ok.

Nafnlaus sagði...

Hæ Tóta, ég er farin að slá öll met í að "gleyma afmælum" fyrirgefðu mér þetta er bara aldurinn ; - ) og til hamingju með afmælið mín kæra. Var að lesa greinina þína í blaðinu, flott hjá þér. Heyrumst um jólin. kv. ósk

Flintebakken fjölskyldan sagði...

Karen - Takk fyrir og jólaknús til ykkar sömuleiðis :)

Ósk mín, ég er alveg orðin vön því að það gleymi allir afmælinu mínu. Er búin að fá 32 ára æfingu í því, hohoho. Takk f hrósið annars og gleðileg jól :P

Marta María Jónasdóttir sagði...

Til hamingju með daginn Tóta mín. Skál fyrir strákamömmunni!
Bestu kveðjur úr Reykjavíkinni ...