þriðjudagur, desember 12, 2006

Julenissen Julle kom í heimsókn til okkar í gær úr skólanum hans Einars Kára. Julenissar hérna í danmörku eru svona drillenissar sem stríða og hrekkja. Hann lét ekki vera að gera okkur nokkra grikki, hann;

  • Litaði mjólkina græna
  • Setti rúsínur í smjördallinn
  • Batt hnút á fötinn hans Einars Kára og faldi þau í skúffunni hans Jóns Gauta.
  • Setti fötin hans Jóns Gauta í skúffuna hans Einars Kára
  • Faldi sig í vasanum hjá mömmu í sundi
  • og neitaði að láta finna sig um morguninn.

Merkilegur karakter þessi jólanissi, við erum eiginilega feginn að hann er farinn heim með einhverjum öðrum börnum þar sem hann getur haldið áfram að hrekkja. Við erum komin með nóg *fliss*

Engin ummæli: