laugardagur, janúar 06, 2007

Þetta er Jón janúar 2006. Þá var hann ný kominn með 3 tennur. Janúar var leiðindamánuður með þó skemmtilegri heimsókn, en Karen og Grétar kíktu í eins og eina mastersvörn.Febrúar var tíðandalítill með festelavn og það helsta í fréttum var talkennsla og stuðningur við Guðna í leikskólanum.Mars var kaldasti marsmánuður frá upphafi mælinga. En tíðindalítill annars.Apríl Fórum til Íslands. Skiptum um íbúð við stjúpbróður Gumma og það var Snilllld. Það var gaman og gott að hitta allt þetta frábæra fólk sem við eigum og þekkjum.Maí Afmæli Einars Kára sem við héldum á Römö.
Júní Dep Mode tónleikarnir, Gummi og Hafdís komu í heimsókn og annars bara sumar og sól. Frekar huggó bara.Júlí Bella, bella Italia. Keyrðum til Italíu eftir velheppnaða sumarfest hjá vinnunni hans Gumma. Erum ástfangin af Italíu en ætlum ekki þangað að ári. Frakkland freistar.Ágúst Heitasta sumar í Danmerku í 50 ár. Það fannst okkur ekki leiðinlegt. Við gátum meira að segja platað ömmu Tótu í heimsókn. Einar byrjaði í Jellebakkeskolen i 0.B. Det er hård arbejde eins og hann segir sjálfur.
September Ég byrjaði í skólanum, Karen og Grétar komu í heimsókn og verkfallið byrjaði.
Október VERKFALL í leikskóla, vöggustofu og frítidhjem. Þarna reyndi virkilega á skipulagshæfileika okkar hjóna. Þetta var nú samt allt stórslysalaust og við lifðum þetta af.Nóvember Afmæli Gumma og Guðna. Íslandaferð Gumma og stelpuferð mín til Köben.Desember Byrjuðum mánuðinn á að fara til Köben í afmæli Hinriks mágs hans Gumma. Einar missti tönn en annars var mánuðurinn helgaður Ritgerðarstressi með jólahygge og áramótum í Köben. Alveg ógleymanlegt.

3 ummæli:

Karen Áslaug sagði...

Greinilega viðburðarríkt ár og mikið er ég glöð að ég er ennþá þátttakandi í að gera árin ykkar viðburðarrík tíhíhíhí Vona að þið hafið átt góða helgi - gaman að heyra í ykkur á föstudag! 2007 rokkar.

Nafnlaus sagði...

Gleðilegt ár elsku fjölskylda

Hlökkum til að sjá ykkur - er það ekki um páskana eða hvað?

Kv. Salka & Co

Flintebakken fjölskyldan sagði...

Karen mín það er alltaf brjálað að gera. Vonandi verður þátttaka þín í okkar lífi meiri og meiri með hverju árinu. Tíhí.

Salka- við erum líka voða spennt að hitta ykkur og nýjasta strákinn ykkar þegar við komum heim um páskana :)