föstudagur, desember 15, 2006
jeg har tabt en tand og nu er den væk. Nu er jeg bange for at jeg ikke for nogle penge. Hvad siger du søde tandfe er der noget jeg kan gøre til at få penge selv om jeg ikke har nogen tand at give dig.
Knus og kram din ven Einar Kari
Þetta bréf skrifaði Einar til tannálfsins en hann týndi tönninni sinni og var alveg eyðilagður afþví að hann var viss um að fá þá engan pening.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Sætir bræður. Hvað er annars gangverð á tönn í dag ? Ég þarf að kynna mér þetta !
Hér er verið að myndast við að setja útiseríur á ja nokkur tré í garðinum. Verst hvað dagsbirtan er af skornum skammti til verksins en þetta er að koma. Biðjum að heilsa í bili......
Eydís
Æi krúttið, Einar greinilega farinn að átta sig snemma á hörðum heimi viðskiptanna ;-)
TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN ELSKAN, VILDI ÓSKA ÞESS AÐ ÉG GÆTI KNÚSAÐ ÞIG "IN PERSON". Held svei mér þá við höfum aldrei verið staddar í sama landinu þegar þú átt afmæli - asnalegt! (þá meina ég auðvitað eftir að við kynntumst múhahaha)! Vonandi áttu frábæran dag, knús frá okkur, heyri í þér í kvöld
Eydís- gangverðið á tönnum er 20 dkr sem er fínt. Einar fór með peningana í mötuneytið í skólanum og ætlaði að kaupa sér eitthvað sniðgut.
Karen- Já það er ekkert grín að tapa í viðskiptum. En hann fékk pening þrátt f að hafa ekki afhent tönnina. Það var mikill léttir :)
Takk fyrir afmæliskveðjuna, sæta. heyrumst.
Já fyrir blessaðan drenginn hefur þetta sjálfsagt verið eins og að komast að því í búðinni að peningarnir væru horfnir úr vösunum. Hver hefur ekki lent í slíku? Bissness er bara bissness, það vita börnin.
Þegar jafngömul frænka Einars Kára missti tönn setti hún hana undir koddann og fékk pening en tannálfurinn gleymdi hins vegar að taka tönnina. Systir hennar hvatti hana þá til að setja tönnina aftur undir koddann til að sjá hvort hún fengi ekki bara aftur peninga.
Hver segir svo að kapítalismi sé ekki meðfæddur?
Skrifa ummæli