miðvikudagur, desember 13, 2006

ÝKT pirruð núna, málið er að við höfum yfirleitt haft ágætisverkaskiptingu í jólakortabransanum á heimilinu. Verkaskiptingin er þannig að ég panta kortin, skrifa, endurnýja listann og kaupi frímerki. Gummi sér um að skemmta mér á meðan, hann prentaði reyndar út heimilisfangalímmiðana í ár en yfirleitt hefur hann séð aðallega um að skenkja mér rauðvín á meðan ég skrifa.

Í ár ákvað ég svo að treysta Gumma til að setja frímerkin á kortin með þeim stórkostlega árangri að þau eru í vitlausi horni á mörgum kortum. SS ekki í efri hægra horni heldur neðra vinstra horni, ekki nóg með það þá þarf að snúa þeim við til að lesa heimilisfangið. Ég vona að postdanmark komi ekki og handtaki okkur fyrir ruglið. Danir eru ekkert sérlega líbí þegar að kemur svona rugli.

En ég er í miðjum ritgerðarskrifum og má ekki við svona rugli, ég fór alveg á límingunum. ARG !

2 ummæli:

Unknown sagði...

Garg!
Karlinn þinn er snillingur :D
Sé staffið á pósthúsinu alveg fyrir mér, í öngum sínum, hvernig eigi eiginlega að afgreiða svona bréf, hahaha.

Flintebakken fjölskyldan sagði...

Haha ! Ég ákvað nú samt að valda ekki usla á pósthúsinu þannig að ég setti nýja miða á þau kort svo voru vitlaus.

En Gummi er alveg að spila út í snillinni núna, eða ég að fríka út í stressi og reagera þessvegna eins og ég geri (held það nú reyndar)

Knús og takk f kvittið :)