fimmtudagur, desember 07, 2006


Þarna erum við mæðgin á veitingastað i Köben, köben var meiriháttar, eins og alltaf. Við keyrðum af stað um hádegi á föstudeginum, drengirnir sváfu allir í bílnum en þeir fóru í pössun til Beru frænku og Gunna mannsins hennar um kvöldið á meðan við fórum í jólahlaðborð með fjölskyldunni hans Gumma. Það var rooosalega góður matur og rooosalega skemmtilegt. Laugardagurinn var rólegur með smá búðarferðum en annars huggulegheit á hótelinu.
Við gistum á frábæru hóteli og á laugardagskvöldinu fengu við okkur pitsu sem var færð okkur upp á herbergi. Við lögðum ekki alveg í veitingastaðinn en í morgunverðarhlaðborðinu um morguninn hafði JG brotið glas og reynt að grýta þjónustustúlkuna !. En ss það kom þjónn upp á herbergi með pitsuna og ég vissi ekki hvert strákarnir ætluðu þeim fannst þetta svo spennandi að það kæmi alvöru þjónn, spurðu hann grafalvarlegir "er du en virklig tjener", en aðaldjókið á heimilinu er einmitt þjónabrandarinn. "Heldur þú að ég sé þjónn fyrir þig" er svolítið vinsæl setning þegar maður biður bræðurna um viðvik !
Sunnudagurinn fór í almennt röllt um köben en við enduðum í jólatívolínu. Góður endir á góðri helgi.

3 ummæli:

Karen Áslaug sagði...

Hæ elskurnar - sæt mynd af ykkur :) Frábært að Köbenferðin heppnaðist vel ! Ég stefni á að hringja um helgina og heyra aðeins í ykkur, segja ykkur hvað við elskuðum Berlín! Annars getur þú lesið um ferðina líka á annaheida.bloggar.is :) Miss u !

Nafnlaus sagði...

Hrikalega sæt mæðgin :)

Bestu kveðjur til ykkar, Salka & Co

Nafnlaus sagði...

Karen- gaman að lesa ferðasöguna og sérstaklega um glataða diskótekið. Haha.

Salka- takk fyrir kveðjuna, hvenær kemur svona síða þar sem við getum fylgst með ykkur ?

Tóta