föstudagur, maí 25, 2007
Við fórum í foreldraviðtal í skólanum hans Einars Kára, kennarinn er svona ægilega ánægð með hann, þó að hann gleymi sér stundum í fíflalátum. En hann er mikill stuðbolti, stundum svolítið utanvið sig en góður vinur og umhyggjusamur. Við tútnuðum út af stolti yfir elsta unganum okkar duglega.
Gleymdi mér í sjálfsvorkuninni að minnast á það að við fórum á Georg Michael tónleika síðasta föstudag og þeir voru ÆÐI. Kappinn er bara flottur. Við vorum með frekar flott sæti en fórum inn á vitlausum stað, reyndar mikið betri stað, þannig að við stóðum bara og tjúttuðum allan tímann. Frábært stuð !
Heiðbrá "amma" kom og passaði drengina sem höguðu sér eins og ljós. Meira að segja Jón Gauti skreið bara upp í fangið á henni og sofnaði á skikkanlegum tíma.
Annars er allt í ljóma, blóma fyrir utan ritgerðarskirf og óselt hús. En ef við værum ekki búin að kaupa draumhúsið á Íslandi væri ég hætt við að flytja til Íslands. Hvaða rugl er þetta með veðrið og snjó upp úr þurru ? Það er spá heitasta sumri í manna minnum og við búum við "hliðina" á ströndinni. Þetta er eitthvað rugl !
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Hei hvað er að heyra ekki hætta við...það er geggjað veður í dag ; - ) ég er búin að vera að setja niður sumarblóm og sópa PALLINN!!! er að pæla í að skella einni hvítvín í kæli ef ske kynni að maður yrði þyrstur á eftir,,,eftir allt púlið, svo er það bara sólbað og slökun í GÓÐA veðrinu.kv. ósk
Hvað er þetta, manstu ekki að þú bíður eftir þeim degi þegar drengirnir þínir segja við þig: "Mamma, ertu ekki að fara að fara, Diddí ætlar að passa okkur!"
Það er nú töluvert líklegra að það gerist ef þeir búa á sama landi og öldruð frænka sín!
Skrifa ummæli