fimmtudagur, maí 31, 2007
Það fór nú ekkert ílla um strákana um helgina með pabba sínum. Þeir fóru í bíó, út að borða, á róló og voru í þvílíku stuði !

En ég er sem sagt búin að skila ritgerðunum, rooosalegur léttir. Ég fann það bara í gær þegar ég settist niður við kvöldmatarborðið hvað ég er orðin þreytt, með vöðabólgu og bakverki. Enda gömul kona. Öss öss.

En við tekur ýmiskonar útréttingar og skemmtilegheit. Góða helgi.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til lukku með það !
Reyndi einmitt að bjalla á þig í gær enda fannst mér komin tími til ! Þú varst auðvitað ekki við tólið.....
Sætar myndir af drengjunum ykkar....mikið verður nú gaman að endurnýja kynnin við ykkur öll í sumar.
Hér stendur mikið til...erum að fá au-pair stúlkuí dag ti l sumardvalar sem og að flytja formlega inn á "setrið" á morgun !
Eigið frábæra helgi gott fólk, kannski náum við saman eftir hana ?
Eydís