föstudagur, febrúar 23, 2007


Við vorum alveg í ruglinu í gær. En við sváfum yfir okkur, vöknuðum ekki fyrr en 7:45 sem er náttl rugl. En það voru smurðir matpakkar og liðinu hrúgað út í bíl á milljón. Gummi festi bílinn og við ákváðum að labba með strákana í staðinn. VIð skiptumst á að halda á Jóni Gauta afþví að auðvitað var ekki hægt að keyra kerruna hans í öllum þessum snjó. Elsku karlinn volaði alla leiðina í vöggustofuna sem var lokuð vegna veðurs þegar við komum þangað. Þannig að dagurinn í gær var heimahuggudagur og það var fínt. En við fáum örugglega bjartsýnisverðlaun fyrir að halda það að danskt samfélag virki þegar það snjóar. Mjög stert merki um að að það er kominn tími til að við flytjum heim, við skiljum ekki og munum aldrei skilja þetta fólk.

En annars eru allir með hor niður á axlir og allt að gerast. Lovely.

3 ummæli:

Karen Áslaug sagði...

hahaha Danir eru klikkaðir! Snjó-álfar. Góða helgi! Ykkar helgi verður alveg örugglega betri en vinnuhelgin mín. En hver veit, ég hlýt að lokum að finna hamingjuna í þessu talnasulli um skuldir og greiðslubyrði heimilanna.

Nafnlaus sagði...

Já ekki hugsar maður út í það að snjór sé einhver fyrirstaða !

Hér er allt gott að frétta, óvenjumikið búið að ganga á, s.s. sprungið rör í garðinum sem leiddi til rafmagnsleysi hússins eina nóttina, Benjamín fór upp á bráðammóttöku vegna gruns um heilahristing eftir ansi mikið högg á ennið, svo fátt eitt sé nefnt ! En við erum samt bara hressss og eigum von á 5 manns í late morning visit innan skamms...og erum að baka og gera pastasalat milli þess sem ég skoða netheima og netverja. Biðjum að heilsa, verðum í bandi

Nafnlaus sagði...

Kk,
Eydís (kvittað og skrifað) !