föstudagur, janúar 27, 2006


Hann Guðni eða Gúnní eins og hann kallar sig sjálfur er núna búin að vera í talþjálfun síðan í nóvember. Hann fer á hverjum miðvikudegi í þjálfun, fyrst með okkur Gumma en núna með leikskólakennaranum sínum honum Peter. Leikskólinn er líka búin að fá 27 klst stuðning fyrir hann á viku sem þýðir að þá tíma hefur Peter bara fyrir hann, að sjálfsögðu fer eitthvað af þessum tíma í undirbúning en lang mest af tímanum fer í Guðna og hans þjálfun.
Honum fer alveg svakalega fram, það eru ný orð nánast á hverjum degi. Algert æði ! Hann er svo duglegur og klár, furðulegt hvað "málleysið" hefur ekki háð honum hingað til. En það er gaman að fylgjast með því hvað allt fór af stað þegar hann fékk þjálfun.

Við erum eiturhress eins og fyrri daginn, strákarnir eru að fara í kvöld að borða heima hjá vini sínum honum Mads og svo ætlar þeir allir að horfa á Disney show saman. Það er voða spenna og mikil tilhlökkun.

Skólinn er alveg komin á fullt, gaman að því. Þetta verður búið áður en ég veit af. Gummi er búin að vera minna í Köben núna en undanfarið, það er gott. Meira stabilitet á heimilinu þegar hann er ekki endalaust að flækjast þetta út um allt.

Góða helgi !

Engin ummæli: