þriðjudagur, janúar 10, 2006


Aðskilnaður, ekki ríkis og kirkju sem ég gæti skrifað langan pistil um, heldur aðskilnaður okkar Jóns Gauta. Ég fór s.s frá honum í fyrsta sinn lengra en út í búð. Það fannst honum ekkert sniðugt.

Einar Baldvin var með þrettándaboð á föstudaginn, það var mikið fjör, flugeldar og allur pakkinn. Fjölskyldan hérna í Århus telur nefnilega um 10 fullorðna og 10 börn. Þannig að þetta var ágætis samkvæmi. Eftir það brunaði ég EIN í stelpupartý til Mariu en hún er að flytja til Kína, þannig að það var nú tilefni til að hittast og skála. Hinar skáluðu ég var á bíl.

Á laugardeginum fór ég nú ekki lengra en í afmæli í næsta hús, bókstaflega. Hún Camilla á nr 93 bauð mér í afmælið sitt. Ég var náttl svo hryllilega forvitin að sjá hvernig dönsk kellingaafmæli eru að ég gat ekki beðið. Þetta var mjög grand, 3ja rétta máltíð, steikur og alles. Eftir matinn voru settar nokkrar vodkaflöskur á borðið og svo byrjuðu dömurnar að hella í sig. Ég sem hélt að svona gerðu bara vestmanneyjskar stelpur ! Ég er svo gömul að ég drekk bara rauðvín, en OMG hvað þetta var fyndið, þær urðu fyllri og fyllri. Jón var reyndar svo brjálaður út í pabba sinn að ég fór snemma heim, eða þ.e.a.s áður en þær byrjuðu að æla.

Sunnudagurinn fór í Randers regnskov allra síðustu ferð. Við eigum árskort sem er að renna út, það er svo gaman að fara og fá að sjá allskonar eksotiskt dýr í návigi. Reyndar finnst strákunum mínum allt sem ekki er hundar, kettir og marsvín ansi eksótiskt þannig að það þarf s.s ekki að fara langt yfir skammt.

En s.s góður endir á góðri helgi.

Engin ummæli: