miðvikudagur, febrúar 01, 2006


Odd Martin vinur okkar kom í heimsókn til okkar á þriðjudaginn og gisti eina nótt. Það var borðaður góður matur og mikið talað og hlegið. Enda langt síðan við hittumst síðast.

Annars er vikan búin að vera skrítin, allir búnir að vera hálf sloj eitthvað. Jón með sýkingu í augunum og allir að hósta. Nú má alveg fara að vora, þetta er komið gott.

Annars gekk mjög vel hjá strákunum á laugardaginn við sóttum þá eftir Disney þeir höfðu skemmt sér mjög vel hjá Mads. Á sunnudaginn kom svo Júlíus í heimsókn, en það er brjálað að gera í félagslífinu hjá strákunum þessa dagana. Þeim er oftast boðið saman í heimsókn og það hefur aukist eftir að þeir voru fluttir á sömu deild. En meira félagslíf eykur líka á ábyrgð foreldranna, það þarf að muna við hvern búið er að "lave aftale" með og svona. Gummi átti snilldarmove í gær þegar hann bara henti einum miðanum sem var á hólfinu hjá Einari. Foreldrarnir skiptast á að setja miða í hólfin hjá börninum, Gummi mundi náttl ekkert hvað hafði staðið á miðanum en hann minnti að það hefði verið eitthvað með Viktor. Nú,nú ég hafði takmarkaða samúð með honum, sérstaklega afþví að hann týndi 800 dkr ávísun um daginn, en ég hringdi þó í foreldra hans Viktors sem könnuðust ekki við neinn miða !!!! Þetta var alveg hallærislegt samtal, en sem betur fer er ég ekkert vandræðanleg yfir gleymsku eiginmannsins lengur. Tek því bara eins og hverju öðru hundsbiti. En anyways þá kemur Viktor í heimsókn á sunnudaginn, það verður örugglega gaman.

Engin ummæli: