miðvikudagur, janúar 04, 2006


Einar Kári skólastrákur, virðist eitthvað svo langt í burtu. En þó ekki, ég fór í dag og skráði hann í 6 ára bekk, börnehaveklasse heitir það. Mér fannst það skrítið að skrá litla/stóra barnið mitt í grunnskóla. Ég man sjálf eftir mínum fyrsta skóladegi. Pabbi fylgdi mér í skólann og ég man ekki betur en ég hafi skemmt mér prýðilega, ég er a.m.k enn í skóla. Í þetta sinn meira að segja að læra að verða kennari. Ég vona að strákarnir mínir eigi eftir að skemmta sér jafn vel í skóla og við foreldrarnir höfum gert hingað til.

Annars er hversdagurinn kominn í allri sinni dýrð. Það er reyndar skuggalega kalt hérna, burr burr. Við gerum reyndar bara eins og danirnir kveikjum á kertum til að hita upp kofann. Það þýðir ekkert annað, annars förum við bara á hausinn við að borga rafmagsreikninginn. Ekki viljum við það.

Engin ummæli: