Gleðilegt nýtt ár
Skrítin áramót hjá okkur hérna á Flintebakken, forsaga málsins er að það er búið að vera ömurlegt veður hérna. Svona íslenskt veður með snjó og kulda, við erum eins og aðrir nískir danir á sumardekkjum þannig að við komumst t.d ekki til köben um daginn vegna færðar. Jæja anyways þá voru vinir okkar í Horsens búnir að bjóða okkur í mat á gamlárskvöld en vegna hálku á vegum þá treystum við okkur ekki.
Þannig að við sátum hérna á gamlárskvöld 5 saman, borðum góðan mat, ferskur aspas í forrétt, rostbeef í aðalrétt og triffle í eftirrétt. Gummi og strákarnir sprengdu heilan helling og það var mikið stuð á þeim. Um kl 22 lognuðstu strákarnir útaf og við hjónin sátum og horfðum á sjónvarpið fram til miðnættis. Nenntum ekki einu sinni að skála í kampavíninu sem við áttum inni í ískáp. Svona er þetta að vera með 3 lítil börn og engar aukahendur. Stundum smá skrítið en ofsa gaman.
sunnudagur, janúar 01, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli