sunnudagur, janúar 15, 2006
Jón Gauti 6 mánaða. Ægilega fínn og sætur eins og venjulega. Hann er kominn með 3 tennur og sú fjórða aaaaalveg að koma. Hann var líka búinn að vera extra pirraður greyið litla.
Annars allt fínt af okkur, skólinn hjá mér er ekki byrjaður af neinu viti, furðulegt hvað allir eru alltaf lengi að koma sér í gang. Mér finnst það nú reyndar bara huggulegt, nota tækifærið og útbý súrdeigsbrauð og annað dúllerí.
Strákarnir eru hressir, ánægðir í sundinu og með gameboyinn sem þeir fengu í jólagjöf. Gummi er líka mjög hress, farinn að hjóla aftur í vinnuna eftir smá hlé, það er búið að vera svo hrikalega kalt á morgnana, burr.
Svo er von á Karen og Grétari vinum okkar. Við erum svo glöð með að þau ætla að vera hjá okkur, erum mikið að pæla í að leyfa þeim ekki að hitta aðra, múhahaha.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli