sunnudagur, janúar 22, 2006
Meistari Grétar og meistari Karen voru í heimsókn hjá okkur um helgina. Þau komu hingað því að Grétar var að verja mastersritgerðina sína, hann massaði 11 og við erum sannfærð um að það sé að miklu leyti okkur að þakka, múhahaha ! En það var yndislegt að fá að hafa þau og við söknum þeirra nú þegar, allt of stutt heimsókn. Vonandi koma þau og verða lengur næst. Inga og Árni komu bæði föstudags og laugardagskvöldið, við spiluðum í gærkvöldi Catan, vúhú hvað það er skemmtilegt að spila.
Jón Gauti heldur áfram að fá tennur núna eru tennurnar við hliðina á framtönnunum í efri góm að koma. Elsku karlinn er búinn að vera rosalega pirraður, en ljúfur og sætur eins og venjulega.
Einar Kári fór til Einars Baldvins frænda á föstudagskvöldið og gisti þar, en Guðni fór til Júlíusar vinar síns að leika á laugardaginn. Sniðugt fyrir þá bræður að fá að vera aðeins aðskildir en Einar er að fara að verða stjernebarn. Stjernebörn eru nefnilega börnin sem eru á stjernestuen en það er deildinn sem Guðni er á. Þeir bræður eiga s.s að vera á sömu deild á leikskólanum. Það verður spennandi að sjá hvernig það verður.
Annars erum við í kósí stuði, nýjustu Idolspólurnar voru að koma sem og áramótaskaupið, þannig að það verður tekið kósi kvöld upp í sófa með sæng og glápt á imbann.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli