föstudagur, október 27, 2006


Gummi er komin heim og allt í blóma, ljóma. Honum var reyndar hótað að hann fengi ekki pláss í vélinni, en það reddaðist á síðustu stundu. Félagi hans barnapían Tómas var ekki jafn heppinn en hann flaug til köben og var ekki komin í sveitina fyrr en í nótt, hánótt. Gummi er í skýjunum með kúrsinn og segist hafa fengið heilmikið út úr því að hafa setið hann (annað en fullt af bjór og góðum mat, hohoho).


Skólinn hjá mér er að verða erfiðari og erfiðari, það er nokkuð ljóst að ég á ekkert eftir að komast hjá því að fara að hugsa sjálfstætt og ákveða um hvað ég ætla að skrifa. Mér finnst þetta ægilega erfitt og brýt heilan um merkar kenningar daginn út og daginn inn. Mjög slítandi að vera í skóla, ekki eins auðvelt og margir gefa í skyn.

Annars er það helst í fréttum á heimilinu að Jón Gauti er farinn að ganga, hann er á svipuðu róli og bræður hans voru en þeir voru ekkert að flýta í þessum efnum sem og öðrum. Einar er td ekki enn búin að missa eina einustu barnatönn, allt stellið situr mjög fast. Ekkert að því ss en Einar er byrjaður að tala frekar mikið um hvað hann fær mikla peninga þegar hann missir tennurnar. Þá kemur nefnilega tannálfurinn (og hann er skoh til í alvörunni mamma, segir Einar) og gefur manni fullt af peningum. Veit ekki alveg hvert gengið á mjólkurtönnum er í dag, þarf að tékka á því. Kannski veit Karen vinkona það, hún vinnur í seðlabankanum. Þeir vita víst allt um gengi og vísitölur (segir hún, en hvað veit maður ss !).
Helgin er framundan, lítið planað en örugglega margt brallað. Mömmugrúbbuvinkonur mínar koma í kaffi á sunudaginn, ég hlakka til að hitta þær. Skemmtilegar konur.
Bið að heilsa í bili, góða helgi.

5 ummæli:

Unknown sagði...

Fyrir elsta barn kostar fyrsta tönnin 10kall, ekkert eftir það. Fyrir yngri börn er 10kall fyrir hvert skipti sem þau missa tönn.

Nína sagði...

Hæ hæ .. gaman að lesa um lífið í DK.. og til hamingju með þriðja gaurinn :)
Mér skilst að hér heima sé gengið frá 100-200 kr/tönnin .. Gaman að heyra hvaða gengi er á þeim þarna i Dk :)

Kv nína

Unknown sagði...

Til hamingju með að vera farinn að ganga Jón Gauti :)
Biðjum að heilsa familíunni, Þóra og fjölsk.

Karen Áslaug sagði...

hehehe ég er held ég sammála Einari, gengið á fínum tönnum er ansi sterkt þessa dagana, það hefur verið mikið keypt af þeim að undanförnu og framvirkt verð hækkað múhahaha :-) (ekki segja neinum að ég sagði þetta, inside info!) Jón Gauti er sætastur! Gott að heyra að þið ljómið í blóma (sorry aulahúmor brýst út á sunnudagskvöldum) Kveðjur frá Karen Vísitölu

Flintebakken fjölskyldan sagði...

Bera og Nína - gott að fá ráðleggingar frá reyndari mæðrum. Gengið er greinilega um 10-20 kr.

Þóra- já það er nú gott að JG er farinn að ganga, þá getur hann hlaupið með Arnóri, eða svona næstum því.

Karen- mikið er nú gott að eiga vinkonur á réttum stöðum. Vissi að þú værir með gengið á tæru. Tíhí.