mánudagur, október 09, 2006


Verkfallið leyst og allir strákarnir fóru í skólana sína í dag. Bjuggumst við bagslagi hjá Jóni Gauta en það var nú aldeilis ekki þannig, hann var sæll og glaður að komast á vöggustofuna. Segir vonandi meira um það hversu vel honum líður þar heldur en hversu skemmtileg ég er. Tíhí.

Guðni var líka ánægður með að hitta vinina í leikskólanum og Einar Kári skemmti sér konunglega á fritidshjemmet. Ss allt eins og það á að vera. Nema ég og lesturinn, mér gekk ferlega ílla að festa hugan við bækurnar og varð lítið úr lestri. Ég verð greinilega að lesa á safninu, gengur ekki að vera hérna heima, allt of freistandi að kíkja aðeins í tölvuna og skella í eina og eina þvottvél. Skamm skamm.
Ég er búin að ákveða að læsa blogginu, það eru einhverjir búnir að fá boðsmiða í emailið sitt. Ef það eru einhverjir sem vilja fylgjast með okkur en hafa ekki fengið boðsbréf, skrifið mér endilega línu á totaeinars at gamil.com og ég set ykkur á listann.
Ég er ekki að læsa blogginu vegna þess að ég er hrædd um að það lesi einhver ókunnugur bloggið okkar, mér líður bara betur með að setja inn prívat upplýsingar um okkur þegar ég veit hverjir lesa.
Bið að heilsa í bili, er að fara upp í sofa að glápa og svo rekur Gummi mig örugglega út að hlaupa. Hann er alger harðstjóri þegar kemur að þessum hlaupum. Rekur mig út sama hvað ég kvarta og kveina. Á móti kemur að ég skipti mér mikið afþví hvað hann borðar. Múhahaha !

4 ummæli:

Unknown sagði...

Takk fyrir boðskortið - mun áfram fylgjast grant með ykkur í gegnum þenna miðil. Gott að heyra að verkfallið sé leyst og til allrar hamingju þá eru leikskólakennarar búnir að semja hér heima líka...en þeir eru bara allt of fáir.

Haffi og fam

Karen Áslaug sagði...

Þetta eru sætustu strákar í geimi. Gott að heyra um verkfallslausn - vandamál eru oftast til þess að leysa þau ;-) Ég stend frammi fyrir vinnutörninni miklu næstu daga, það var verra að ég missti heilan dag út í gær, lá heima með ælupest! Hver fær ælupest þegar það er brjálað að gera! Týpískt. Söknum ykkar, ef þið hittið Ingu og Árna þá bíða ykkar þar þúsund kossar í farteskinu. Lúv og kossar.

Nafnlaus sagði...

Það er greinilegt að ölruð móðursystir, hún Diddí, á ekkert að fá að fylgjast með blogginu hjá drengjunum. Jæja.

Unknown sagði...

Sakna ykkar mikid Tota.
Gummi i Munchen