Föstudagur til fjár og haustfríið alveg að verða búið. Gummi kemur heim á laugardaginn til að fá hrein föt í töskuna, eða hér um bil. Hann er búin að skemmta sér mjög vel í Munchen, sjá spennandi réttarhöld og hitta skemmtilegt fólk. Allt eins og best verður á kosið.
Hérna heima er stemningin svona, svona, hefur verið betri en hefur líka verið verri. Jón Gauti er búin að vera lítill í sér og vill mikið láta halda á sér, það getur verið frekar pirrandi þegar þarf að gera 150 aðra hluti. Strákarnir stóru eru líka svolítið víraðir, en það er kannski líka því um að kenna að starfið í leikskólanum og frítidhjemmet hefur ekki verið í föstum skorðum. Ég hef þá kenningu að við erum svo mikil regludýr að við þurfum að hafa fasta stundaskrá. Það fer okkur ekkert sérlega vel að fljóta svona áfram. Sei sei.
En til að bæta upp fjarveru bóndans þá ákvað ég að skella mér í mollið. Fór frekar snemma og var mætt 11, það voru 40 stæði laus af 400, takk fyrir. Stappað af fólki og allir með krakkana sína. Þvílík gæðastund að hendast í mollið með öllum hinum, ég var sæl og glöð með blásið hárið í háhæluðum skóm að versla. Barnlaus. Það var glöð mamma sem var 2 peysum og 1 skyrtu ríkari sem sótti strákana sína í dag.
Á eftir koma Heiðbrá og Baldvin í mat, en það verða heimatilbúnir kjúklingaborgarar í matinn. Jömmí. Þau komu líka í gær og ég held svei mér þá að það hafi bjargað geðheilsunni. Reyndar styrktist geðið líka helling við símtal við kæra vinkonu og boð í mat á sunudaginn. Gott að eiga góða að.
Góða helgi gott fólk.
4 ummæli:
Algjört möst að spjalla svona vel reglulega ! Húrra fyrir því og hittustund í Köben innan skamms !
Við Ragnhildur ætlum að elda saman ofan í ómegðina í kvöld og hver veit nema við skálum fyrir grasekkjum nær & fjær ! Gleðilega helgarrest og kveðja í húsið !
Eydís
Takk takk Eydís mín, gaman að fá kveðju frá þér á bloggið. Gewt ekki beðið eftir köben hitting hjá okkur. Kveðjur frá grasekkjunni í Århus
Hæ elskurnar, í dag er fimmtudagur og þetta hlýtur að vera lengsta vika sem ég hef upplifað! Býð svo spennt eftir helginni, þá er árshátíð og þetta prófkjör búið úff !! Vona að þið hafið það gott og að húsbóndinn fari að láta sjá sig ;-) sakna ykkar allra, knús
Oh Karen, góða skemmtun á árshátíðinni. Jey það verður nú stuð, stuð, stuð !
Skrifa ummæli