Kalt kalt kalt kalt
úti núna, burr. Það snjóði og snjóaði í gær þegar ég var að fara með strákana í leikskólann. Gummi var á bílnum en hann ætlaði til köben snemma um morguninn, hann komst reyndar aldrei vegna óveðurs, en það er önnur saga. En ég var ss búin að kappbúa alla drengina og sjálfa mig, hafði hugsað mér að hjóla beint í skólann var ég með JG í stólnum aftan á hjólinu. Það sem litli strákurinn minn grét við að fá allan þennan snjó í andlitið. Þetta fannst honum misþyrmingar af verstu sort. Elsku karlinn.
Við hin héldum áfram í daginn, Gummi snéri við eftir að brúnni var lokað og allir voru kátir. Kannski of ílla klædd, en kát ! Sem leiðir mig að öðru, ég fór og keypti mér ægilega fína kápu f veturinn, ekkert að því. Nema þegar ég kem heim þá les ég að það sé 25% afsláttur í búðinni í dag. Einum degi of seint f mig. Nú líður mér eins og ég hafi tapað peningum, það er sko ekki skemmtilegt.
Helgin framundan, ég er að fara að hitta Eydísi vinkonu og við ætlum eitthvað að sprella saman. Það verður nú ekki leiðinlegt, á meðan verður Gummi með strákana hérna heima að sprella með þeim. Það þykir þeim nú ekki leiðinlegt, stundum er ágætt að mamman sé ekki heima, tíhí.
Skólinn gengur ágætlega, þetta er svona upp og ofan hjá mér. Stundum finnst mér þetta voðalega erfitt, en aðra daga er ég bara hress. Er hress núna, finnst ég hafa ágætis stjórn á hlutunum.
Bless í bili.
fimmtudagur, nóvember 02, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Frábært að þú sért að fara í mæðraorlof Tóta mín. Njóttu helgarinnar og sprellaðu vel með Eydísi.
Annars er allt gott að frétta. Ég veit ekki hvort þú vissir, en ég er ekkert á leiðinni að kljúfa mig út úr strákamömmuhópnum okkar ;) No. 2 dafnar vel inní mér og við hlökkum öll til að hitta hann í mars.
Bestu kveðjur úr grámyglunni í Reykjavík.
Ohh það er svo gott að fá smá svona "frí" til að sprella með vinkonum :) Alveg nauðsynlegt bara og ætti að vera skylda..híhíhí
Voðalega dafna drengirnir vel! Sá stutti er svakalega líkur honum Einari ,,mínum" eins og hann var þegar hann var á leikskólanum hjá mér:)
Ég sit hérna í nóttinni og er að reyna að læra..og þá náttúrulega verð ég að kíkja á allar bloggsíður í leiðinni! Meiri kellingin
Jæja..hafið það gott!
Kveðja, Eygló Ida
Salka- til lukku með dreng númer 2. Best í heimi að eiga nóg af strákum, tíhí. Við komum heim í lok mars, þá fáum við að sjá prinsinn. Hlökkum öfga til :D
Eygló- haha ég þekki þetta með að vera að læra og seint. Púha hvað allt annað verður meira spennandi. Hehe. Takk fyrir kveðjuna og gangi þér úber vel í skólanum.
Hæpæ, góða skemmtun um helgina!! Frábært að þið séuð að fara hittast í Köben, það verður meiriháttar. Njóttu þess í botn :) Sendi þér fullt af myndum í gær, vona þær hafi skilað sér.
Luv,
Karen
Skrifa ummæli