fimmtudagur, október 05, 2006


Ekkert nýtt að frétta í verkfallsbransanum, allt að verða vitlaust. Þessi mynd er tekin á mótmælum á þriðjudaginn en þá söfnuðust 10 þús manns niður í bæ. Það var frekar magnað ! Það hefur verið skrifað töluvert um þessi verkföll á mbl þið getið lesið um þetta hérna, hérna og hérna.

Frá okkar sjónarhorni séð þá erum við ótrúlega þakklát gagnvart því fólki sem er í verkfalli til að berjast fyrir betri framtíð fyrir börnin okkar. Það er alveg ótrúlegt hvað það er búið að skera niður þjónustuna á leikskólunum hérna bara síðan að við fluttum. En bara sem dæmi þá er síðan við fluttum búið að taka af matinn í hádeginu, banna fastráðningar, minnka hlutfall leikskólakennara og kostnað ófaglærðra og s.frv. Þetta eru breytingar sem hafa áhrif á okkur sem fjölskyldu. Það absúra í þessu öllu er síðan að það á að lækka leikskólagjöldin á kostnað þjónustunnar. Það þrátt f að allar kannanir sýna að foreldrar VILJA borga meira fyrir betri þjónustu.
Ég er amk búin að leggja okkar að mörkum í þessari baráttu, það er litla sem við höfum getað gert. En við höfum blokkarað stofnanirnar og farið í mótmælagöngur.
En þrátt fyrir að ég styðji verkfallið þá vona ég innilega að þessu fari að ljúka, við söknum öll hversdagsins og rútínunar þrátt fyrir að við reynum að vera jákvæð. Við krossum fingur fyrir því að þetta leysist sem fyrst. Vonandi förum við öll í skólann á mánudaginn.

Ég set alltaf reglulega inn myndir á myndasíðuna en er búin að taka linkinn út. Þið sem viljið fá hann sendann sendið mér email á totaeinars "at" gamil.com. Túttilú !

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gaman að fá fréttir af ykkur. Viltu mín kæra senda mér mynda-linkinn ég er einmitt búin að vera að vandræðast hvar hann væri en þorði ekki að spyrja. kv. ósk

Flintebakken fjölskyldan sagði...

Sæl og bless Ósk mín, ekkert mál ég sendi þér linkin um hæl :D

Unknown sagði...

Ég væri líka til í að kíkja á myndalinkinn ef ég má :Þ
Annars takk fyrir síðast elskurnar. Var æðislega gaman, og hlökkum mikið til að hitta ykkur um næstu helgi. Ég mæti með partýtónlist og búúús!

Knús, Þóra og fjölsk.

Flintebakken fjölskyldan sagði...

Vúhú Þóra við erum byrjuð að kæla hvítvínið og bjórinn. Erum að safnasaman þokkalegasta píkupoppi þannig að við kellingarnar getum orðið hífaðar og farið að dansa inni í stofu. Rosa smart !