mánudagur, október 16, 2006


Sætir karlar þessir tveir á bekknum. Myndin er tekin úti á róló á sunnudaginn en Þóra, Danni og börn komu í "sleepover" á laugardaginn. Það var mikið stuð, endalaust af góðum mat, spilum, gríni og glens. Við pössuðum svo börnin þeirra á sunudeginum á meðan þau fóru í kirkju.
Annars er það helst í fréttum að það er haustfrí í skólunum, ótrúlega sniðug uppfinning. Það er meira að segja frí í mínum skóla, en verkfallið hafði þær afleiðingar að ég þarf að lesa, lesa og lesa upp námsefni sl vikna. Gaman að því. Svo er Gummi líka að fara í vinnuferð, fyrst til Munchen og eftir það til Den Haag ekki jafn gaman að því.
Það er hægt að spyrja sig að því hversvegna mér sé svona ílla við þessi ferðalög hans Gumma, svarið er ekkert einfalt. En í stuttu máli sagt þá sakna ég hans þegar hann er ekki heima. Hann er besti vinur minn og svo er hann ótrúlega góður að td að gefa Jóni að borða og svæfa hann, skemmta mér og strákunum svo fátt eitt sé upptalið. En svona er lífið.
Annars rákumst við á þessa frétt sem fjallar um (fyrir þá sem ekki skilja dönsku !) um það að heilbrigt líferni getur haft áhrif á lífstílssjúkdóma eins og asthma. Eins og flestir sem Gumma þekkja þá er alkunna að hann er (var) með asthma. Svo slæman að hann var búin að eyðileggja á sér um 25% af lungunum. Sei sei sei, ekki gott. En þegar við fluttum hingað til DK þá las ég grein eftir svona hippó konu sem lýsti því að sykur væri verkfæri djöfulsins. Ef forðst væri sykur biði manns elíf hamingja og fá aukakíló. Það var við manninn mælt, ég tók allan sykur af Gumma, við mikil mótmæli þó, hnuss og formælingar. En hann er laus við asthman, búið að skrifa um þetta í blöðin ergo ég vann. Múhahaha.
Lifið vel og lengi en ekki í fatahengi !

2 ummæli:

Unknown sagði...

Takk fyrir síðast elskurnar, var alveg frábært og takk fyrir pössunina :)
Farðu nú vel með þig á meðan kallinn þinn góði er í burtu. Vonandi getum við nú hist eitthvað, slakað á og tekið smá tjatt ;)
Knús, Þóra.

Nafnlaus sagði...

Ekki málið Þóra mín, anytime :D

Hlakka til að hitta ykkur á morgun.