þriðjudagur, maí 30, 2006


Úff langt síðan ég bloggaði, en það er ástæða fyrir því. Hann Jón Gauti varð í fyrsta sinn alvöru veikur, þá erum við að tala um 40° hita og alles. Við snarhættum við sumarbústaðaferðina og skiptumst á að halda á honum og sinna heimilinu og stóru strákunum. Það var ýmislegt skemmtilegt gert ss farið í bíó, tívólí og bæjarferðir. Gaman gaman.

En núna er Jón Gauti orðinn hress og lífið komið í sínar skorður aftur. Lovely alveg. Fáum gesti um helgina, vinir okkar sem búa í Köben. Við finnum okkur áreiðanlega eitthvað skemmtilegt að gera.

Í lokinn smá mont, finnst ykkur ekki maðurinn á myndinni sætur og peysan sem hann er í giiiiðveik ? Peysan er nú hálfpartin í boði mömmu þar sem hún borgaði lopann en ég prjónaði. Vúhú er voða stolt af mér.

Engin ummæli: