mánudagur, maí 22, 2006
Bjór og grjónagrautur í kvöldmat. En mér til afsökunar þá leiddist mér svo alveg hryllilega að ég ákvað að opna mér eins og einn bjór með matnum. Mér leiddist svo afþví að Jón Gauti og ég erum búin að vera ein í allan dag. Fórum snemma að sækja strákana svo tíminn myndi nú eitthvað líða við að rexast í þeim. Nei, nei þá fóru þeir í heimsókn til vinar síns, litlu unglingarnir mínir. Var búin að elda grjónagraut handa strákunum þannig að þetta varð þessi absura samsetning. Ég byrja bara í megrun á morgun !
Annars er Gummi í Svíþjóð alveg að rokka, búin að mingla við einhvern topp hjá phillips, en hvað veit ég ss um það. Anyways þá sagði ég við hann ef hann myndi rekast á polaren och pyret þá vantaði strákana föt fyrir sumarið og næsta vetur. Áður en ég vissi af var hann búin að kaupa barnaföt fyrir óggislega mikin pening. Mikið meira en ég tími nokkurn tíman að kaupa. Sniðug ég að senda kallinn í svona rándýra búð en hann hringdi í mig með öndina í hálsinum afþví að það var allt svo "óggisliga töff". En núna sit ég ss búin með 2 bjóra og grjónagraut, alveg hress !
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli