mánudagur, júní 12, 2006





Það er greinilega komið sumar og sól með tilheyrandi gestakomum og almennri útiveru. Við höfum engan tíma til að blogga í svona góðu veðri. Ég ætla nú samt að reyna mitt besta.

Hérna á myndinni til hliðar má sjá þá félaga Mads og Einar Kára á lokahátíðinni í leikskólanum. Þeir tróðu upp í sirkus og léku þar "sterka menn" sem voru með ýmiskonar töfrabrögð. Lyftu lóðum, beygðu járn og ýmislegt fleirra sem er á sterkra manna færi.

Ef grant er skoðað á myndinni má sjá að litli/stóri strákurinn minn er útgrátinn en hann fékk svo íllt í magann rétt áður en hann átti að fara á svið. Elsku karlinn alveg útúr stressaður.

Eftir sirkusinn var matur sem við foreldrar barnana höfðum útbúið og sátum við úti í sól og sumri og gúffuðum í okkur. Það kunna danir að hittast og "hygge" sig með mat og öli. Gaman að því.

Um kvöldið komu svo vinir okkar frá Köben þau Gunni og Þórarna með börn. Þau voru "aðeins" 5 klst á leiðinni að keyra sem tekur yfirleitt um 3 klst. Úff, en við brölluðum heilmargt með þeim, Gummi og Guðni fórum með þeim á skagen og daginn eftir fórum við í Givskud dýragarðinn. Ljúft og gott.

Á þriðjudaginn komu svo Gummi og Hafdís frá Íslandi til okkar. Við fórum svo á depeched mode tónleika. Svo óheppilega vildi til að barnapían okkar hún Heiðbrá þurfti að fara til Íslands í hvelli og stóðum við því uppi barnapíulaus. Eftir að Gummi hafði barmað sér yfir pössunarleysi í vinnunni buðust nokkrir vinnufélagar hans til að passa og koma hann Tómas nágranni okkar og sat hjá Jóni í 5 klst. JG var EKKI ánægður með þetta og endaði á því að gubba á hann í frekju yfir að fá ekki mömmu sína, ég held að Tómas bjóðist aldrei til að passa aftur og vakni upp með martraðir um þetta skelfilega barn. JG er nefnilega frekjuhólkur og það verður þannig í framtíðinni að við eigum öll eftir að snúast í kringum hann. Svona er að vera yngstur.

Það var gaman að hafa G&H í heimsókn, þetta var mest afsleppesli og huggulegheit. Bjór úti í garði og rölt á strikinu. Eftir að þau fóru á laugardaginn ákváðu við hjónin að fara í megaskipulagsbreytingar á húsinu. Þannig að núna er allt í drasli. Vúhú ! Þannig að þessi vika fer í tiltektir og málingarvinnu. Aldrei dauðstund á flintó, það er alveg öruggt. Tíhí.

Engin ummæli: