fimmtudagur, maí 11, 2006


Þetta er veðrið á Römö næstu daga. Ekkert leiðinlegt. Hinsvegar var hringt úr leikskólanum og ég beðin um að sækja hann Einar Kára afþví að hann var komin með hita. Það passaði ekki alveg inn í plönin hvorki hjá mér eða þeim bræðrum. Þeir ætluðu nefnilega heim með Mads vini sínum eftir leikskóla og við foreldrarnir ætluðum á foreldrafund. Fyrir utan allt sem átti eftir að gera fyrri sumarhúsferðina. Arg !

Ég á móðursystur sem sagði einu sinni um elsta og þá eina barnið sitt sem veiktist á aðfangadag. Blessað barnið var með 40° hita og mjög slappur. Þá kom þessi fyrrnefnda móðursystir mín með þá smellnu setningu "ekki læt ég helvítið hann xxxx eyðileggja fyrir mér jólin". Stundum líður mér þannig með EKG, hann verður alltaf veikur ef eitthvað stendur til. Man t.d varla eftir afmæli hjá honum þar sem hann hefur ekki verið alveg fárveikur. Ef það væri nú bara afmæli þá myndi ég ekkert segja, en við erum að tala um nánast öll ferðalög líka. Eins og við erum nú ferðaglöð fjölskylda. Jæja anyways þá förum við á eftir hvað sem tautar og raular. Með afmælisgjafnirnar og góða skapið. Túttilú !

Engin ummæli: