þriðjudagur, maí 09, 2006


Einar fótboltastrákur er byrjaður að æfa fótbolta. Kominn með græjurnar, takkaskó keypta á ebay, legghlífar og bolta. Fótboltagallana á hann nokkra, en amma og afi í Barmó hafa verið dugleg að kaupa fótboltagalla á strákana í gegnum tíðina. Gaman að því.

Af okkur er allt gott að frétta svona annars, erum að fara í sumarhús á eyjuna Römö næstu helgi, en það er 3ja daga helgi. Römö er rétt fyrir utan Esbjerg, ég er með "lista" yfir staði sem mig langar að sjá meðan við búum hérna. Römö er einn af þeim, svo og Skagen, Bornholm og Sönderborg. Spennó, en við höldum upp á 6 ára afmælið hans Einars í sumarhúsinu.

Annars erum við lítið inni við þessa dagana, sumarið er komið með 20°+ hita og sól. Lovely.

Engin ummæli: