sunnudagur, maí 21, 2006


Römö var æði, fallegt landslag, flott tjaldsvæði, afmæli, hestaferðir, trampólín, góðir gestir og gott skap. Bara eins og hlutirnir gerast bestir. Féllum alveg fyrir staðnum og umhverfinu. Vorum svo ánægð með ferðina að við pöntuðum okkur sumarhús við skagen næstu helgi. Það er reyndar spáð leiðindaveðri, þannig að við ætlum aðeins að anda í þetta. Sjáum til, sjáum til.

Ég fór svo í próf á föstudaginn, gekk ágætlega. Þar með er ferli mínum í kennó lokið í bili. Er búin að láta þýða námsferilinn og svo er bara að sækja um í master á næstu önn. Þetta hefur allt sinn gang.

Gummi er að fara til Svíþjóðar á námskeið núna á eftir og kemur aftur á þriðjudagskvöldið. Vona að hann sakni okkar ekki of mikið, hehe.

Takk fyrir afmæliskveðjurnar og afmælisgjafnirnar til Einars Kára. Hann var himinlifandi með gjafnirnar og ætlar að kaupa sér skólatösku fyrir peningana sem hann fékk. Algerlega hans hugmynd *hóst*.

Hérna eru myndirnar en likarnir sem eiga að vera hérna við hliðina eru komnir neðst á síðuna. Kíkið á stemninguna.

Engin ummæli: