Ekki dauð bara þreytt eftir Íslandsferðina, komum heim fyrir rúmlega viku og erum núna fyrst að detta í gírinn. Úff, alveg brjálað að gera hjá okkur öllum og nóg er stuðið.
En Íslandsferðin var æði, við náðum að hitta marga en alls ekki alla. Það er bara þannig. Þökkum fyrir okkur.
En annars erum við hjónin hálfgert fatlafól þessa dagana, ég gerði heiðarlega tilraun til að skera af mér þumalfingurinn með nýju dýru eldhúshnífunum mínum. Komst samt að því að þeir eru með SVAKA gott bit, enda á skadestuen og det hele.
Gummi tók síðan skurk í garðinum á laugardaginn, plantaði fullt af blómum, reitti beð og sló grasið. Ægilega myndarlegur, þetta endaði þó ekki vel þar sem hann fékk svo rosalega í bakið að hann gengur um haltrandi og stynjandi. Alveg að drepast í bakinu, greyið kallinn. Hann er búin að fara til læknis sem sendi hann í sjúkraþjálfun. Þó fyrr hefði verið segi ég nú bara.
Framundan er gott veður, sól og sumar skv veðurfræðingunum, ég er í óða önn að pakka niður vetrarfötunum, taka upp stuttbuxurnar og stuttermabolina. Gleði, gleði og gaman. Styttist óðum í komu Hafdísar og Gumma en þau eru að koma í heimsókn og við ætlum á tónleika með depeched mode þann 7 júni. Erum búin að kaupa súpersæti, panta sól og sumar. Eigum bara eftir að redda barnapíu, anyone ???
fimmtudagur, apríl 27, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli