miðvikudagur, mars 29, 2006


Gardavatn en þar verðum við næsta sumar í 2 vikur, við erum voðaspennt. Við verðum viið suðurenda vatnsins klst akstur frá Verona. Við ætlum að keyra þangað niðureftir. Einar frændi og fjölskyldan hans ætlar að koma líka og vera með okkur í viku.

Danir eru líka voða spenntir yfir sumrinu, það er kominn sumartími hérna í DK og allir nágrannar okkar búnir að setja út sumarhúsgögin sín. Skiptir engu máli þó að það sé skít kalt, skrítnir þessir danir ! En núna er s.s 2ja tíma munur á Íslandi og DK.

Ég er byrjuð í ræktinni, loksins ! Gummi píndi mig afstað, ég hef svo oft pínt hann en nú var komið að mér að fara. Ég fór í gömlu ræktinni þar sem Gummi er líka að æfa, við getum þá farið saman um helgar og sett strákana í barnagæsluna þar. Það besta við ræktina er samt að það er sérhæð fyrir konur og gamalmenni. Einhverjum kann að þykja skrítið að þessir hópar séu settir saman en mér finnst það snilld. Þá slepp ég við testósteronfríkin sem eru í gömlum svitabolum að æfa. Það er fátt sem mér þykir ógeðslegra heldur en að finna lykt af næsta manni í ræktinni. Jæks, svona mannalykt. Ojbara og ullabjakk.

Annars var nóttin svefnlítil, Guðni greyið grét nánast í alla nótt. Hann kvartaði um í eyrunum, tönnunum, höfðinu og barasta öllu. Ekki gaman. Jón Gauti var líka aldrei þessu vant eitthvað pirraður. Skrítin nótt á Flintó, við sem sofum alltaf eins og steinar. Vonandi fæ ég tíma fyrir hann hjá lækni í dag.

Engin ummæli: