föstudagur, mars 03, 2006


Festelavn er mit navn, boller vil jeg have, er búið að vera þemað sl viku. En sl sunnudag var sleginn kötturinn úr tunnunni hjá nágrönnum okkar. Þar hittust krakkarnir í götunni ásamt foreldrum sínum. Það var svaka stuð. Þetta er svona smá forsmekkur af sumrinu þegar stemningin er þannig að allir eru úti á götu með börnunum sínum og alltaf tími til að kjafta. Ægilega danskt og reglulega huggulegt.

Á mánudaginn sendi ég svo frá mér 2 ofurhetjur í leikskólann, einn Batman og einn Spiderman. Í leikskólanum var allt fullt af alskyns skrímslum, ofurhetjum og prinsessum. Algerlega einn af stæðstu dögunum í leikskólalífinu. Hefði gjarnan viljað fá að vera með, en aðeins fyrir börn. Það er bara þannig, buhu.

Gummi var á Íslandi á meðan öllu þessu stóð, missti af hasarnum og gleðinni. En hann skemmti sér voðavel á Íslandi og kom til baka með fullt af góðgæti, harðfisk og sælgæti. Mamma keypti fullan poka af lopa og nú verð ég að fara drífa mig að prjóna peysur á okkur hjónakornin. Ekki eins peysur en næstum því.

Gummi kom svo heim á þriðjudagskvöldið og á miðvikudagskvöldið fór ég út að borða með þeim mæðgum Önnu Jónu og Siggu. Mér leið bara eins og ég væri að fara á árshátið, svaka stuð. Fór í háhælaða skó og setti á mig augnskugga. Jiiii. En við skemmtum okkur mjög vel á indoneskum stað sem er niður í bæ. Feðgarnir skemmtu sér vel á meðan ég var í burtu og þeir hafa bara gott af því að vera saman án mín, sem alltaf þarf að skipta sér af öllu.

En Gummi er búin að vera vinna eins og brjálæðingur, úff ekki gaman. En svona er patent lífið, þegar skila þarf inn umsókn þá þarf allt að gerast á ljóshraða. En ég sakna hans og strákarnir sakna hans líka. Við ætlum að hafa kósi fjölskylduhelgi, elda góðan mat, fara í göngutúr og hafa það huggulegt. Kósi pósí !

Engin ummæli: