föstudagur, mars 17, 2006


Gummi á Íslandi og við Jón Gauti í gubbu. Ekki sniðugt, ég er alveg að brjálast á þessu, við mæðgin erum til skiptis hálfvolandi og Gummi kemur ekki fyrr en á morgun. Sem betur fer eru stóru strákarnir svo góðir og yndislegir að þeir hjálpa sér mest sjálfir, ef þannig stendur á. Er að hugsa um að kaupa handa þeim fullt af nammi til að borða í kvöld og vonandi fæ ég þá að vera í friði. Bjakks.

En það er ennþá skítkalt hérna, þetta ætlar engan endi að taka þetta leiðindaveður. Við erum ekki hress með það. Hörður, Anna Jóna og Högni eru líka flutt til Íslands,við erum heldur ekki hress með það. Það virðist fátt vera hressandi þessa dagana. Kannski Gummi komi með eitthvða í töskunni, hver veit.

Engin ummæli: