þriðjudagur, apríl 04, 2006
Við vöknuðum með bros á vör á mánudagsmorguninn. En við vorum allann sunnudaginn með góða vini í heimsókn. Því miður engar myndir en myndavélin ákvað að bila, spes tímasetningar sem myndavélarnar okkar bila á. Alltaf rétt áður en við förum til Íslands, en núna eru bara 4 dagar í brottför. Ennþá 1000 hlutir sem á eftir að gera, t.d 1 stórt verkefni fyrir skólann. En hey hvað er það milli vina ! Ég bara spyr. Er þó að fara niður í bæ á eftir að grynka á listanum.
Myndin hérna fyrir ofan er af Lake Tota, ég er stolt og hrærð yfir því að einhverjum hafi dottið í hug að skíra vatn í höfuðið á mér. En þessi skemmtilega mynd poppaði upp þegar ég gúgglaði nafnið mitt. Týpiskt eitthvað sem maður gerir þegar maður á að vera gera eitthvað annað ! Humm.
En kæru vinir, það er allt að verða uppselt í sæti á "hittatótuoggummaáíslandi" eitthvað er laust í stæði þó. Hafði samband við mig á emilinn minn totaeinars at gmail.com. ef þið eruð spennt að heyra nýjustu sögurnar af okkur. Ótrúlegt en satt þá ratar nefnilega ekki allt á netið og af nóg er að taka eins og venjulega. Gummi að skandalísera og svona, múhahaha !
Hastalavista.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli