laugardagur, mars 25, 2006


Helgin enn einu sinni, voða gaman. Nóg að gera þessa helgi eins og flest allar aðrar. Við erum að fara til Horsens í 1 árs afmæli hjá Arnóri vini okkar en hann er bróðir hennar Elísabetar Mist. Þau systkinin voru í mat hjá okkur um daginn með foreldrum sínum og föðurbróðir. Gaman að því !

Annars er fátt að frétta en mikið að gerast, það lítur út fyrir að kennó sé búið að klúðra vettvangsnáminu mínum, ég er mjög fúl yfir því. En verð samt sennilega að skrifa mistökin á menningarmun milli landa. Danir eru svo úber skipulagðir að það er ekki hægt að koma inn sem nemi á vettvang með korters fyrirvara eins og kennararnir mínir í kennó voru að reyna. Hundfúlt en svona er það bara, verst með lánasjóðinn. En Lín, svín er nefnilega ekkert grín. En hlutirnir fara oftast eins og þeir eiga að fara. Bara spurning um að ná áttum og hætta að svekkja sig.

Gummi er að brillera í vinnunni, þeir voru með fund um daginn hvernig ætti að lokka nýja kúnna til fyrirtækisins. Gummi sagðist nú aldeilis hafa reynsluna af því, fá kúnnana í heimsókn, halda fyrir þá kynningu á fyrirtækinu, hella þá fulla, fara út að borða og borga fyrir þá hótel. Díllinn í höfn ! Þetta fannst dönunum algerlega út í hött og fussuðu og sveiuðu og sögðu að svona væri ekki hægt að gera í Danmörku. Gummi er enn að spá í hvað var óviðeigandi í tillögunni, kannski hótelið hafi verið einum of mikið ? Svona svínvirkar allavegana á íslendinga !

Ég fór í klippingu í gær, á voða hipp og kúl stofu. Vildi svo gjarnan setja inn mynd af flotta hárinu en myndavélin er biluð þannig að það verður ekki núna, kannski seinna. En allavegana er þetta svakaflott stofa og til marks um það fékk ég rafmagnsnudd í stólnum á meðan ég var að bíða eftir litnum. Frekar huggulegt að halla sér aftur og fá nudd. Mæli með þessu, borgaði hinsvegar helling fyrir klippinguna en það er hinsvegar annað mál.

Strákarnir eru hressir, stóru strákarnir ætla að gista hjá Heiðbrá og Baldvini í nótt en okkur er boðið í mat til vinnufélaga hans Gumma. Erum voða spennt fyrir því, ætlum að taka Jón Gauta með okkur. Við getum jafnvel sofið aðeins út á morgun, bara að fá að sofa lengur en til 6:30 er lúxus á þessu heimili.

Engin ummæli: